Erlent

Tyrkneskt þorp í sóttkví

Bandarískir sérfræðingar settu tyrkneska þorpið Beypazari í sóttkví til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensunnar í Tyrklandi. Sérfræðingarnir eru staddir í landinu til að aðstoða tyrknesk yfirvöld að ná tökum á útbreiðslu flensunnar en að minnsta kosti tuttugu og einn maður hefur látist af hennar völdum á þessu ári, þar af fjögur börn. Sérfræðingarnir klæddust sérstökum hlífðarfatnaði við störf sín og heimsóttu meðal annars faðir tveggja drengja sem smituðust af flensunni, eftir að hafa leikið sér með hanska sem notaðir höfðu verið við meðhöndlun dauðra anda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×