Erlent

Sex konum sleppt úr fangelsi í Írak

Yfirvöld í Írak hafa ákveðið að láta sex íraskar konur lausar úr fangelsi þar í landi. Talsmaður íraska dómsmálaráðuneytisins segir þetta ekki tengjast máli bandarískrar blaðakonu sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hafa krafist þess að allar konur sem hafi verið fangelsaðar í Írak verði látnar lausar ellegar myrði þeir blaðkonuna. Bandaríkjaher hefur ekki viljað staðfesta yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×