Innlent

Víða ófært

Klukkan tíu var víða ófært eða illfært á vegum landsins. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ófært sé fyrir fólksbíla um Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og um Klettaháls. Þá er þungfært um Breiðdalsheiði, Ennishálsi og og ófært um Eyrarfjall.

Snjóþekja og Snjókoma er víða á Vesturlandi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir orðrétt:

Þæfingur er á Holtavörðuheiði og ekki ráðlegt fyrir fólksbíla að leggja á heiðina..

Óveður og ófært er á Fróðárheiði.

Ófært er um Klettsháls og víða snjóþekja á Vestfjörðum og ófært er um Eyrarfjall og þæfingur á Ströndum og þungfært á Ennishálsi.

Snjóþekja er víða á Norðurlandi og flughálka er á Vatnsskarði.

Hálka er á Möðrudalsöræfum og á Fagradal og snjóþekja á Fjarðarheiði.

Þungfært er um Breiðdalsheiði og um Öxi, en mokstur stenduur yfir.

Krapi er við Kvísker og snjóþekja á Breiðamerkursandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×