Innlent

Segir loðnustofninn jafnvel hruninn

Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Ána Friðrikssyni finnur enn enga loðnu, þrátt fyrir ítarlega leit, og loðnuskipin, sem tóku þátt í henni, eru löngu hætt og farin í land.

Það sem gerir hagsmunahópa enn áhyggjufyllri en ella er að aldrei hafa náðst mælingar af þeim stofni, sem ætti að bera upp veiðina í ár. Sá ótti er farinn að læðast að mönnum að stofninn sé jafnvel hruninn og að það geti tekið nokkur og jafnvel mörg ár að byggja hann upp aftur. Það hefði aftur víðtæk áhrif á lífríkið allt, að mati Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns í Fréttavaktinni fyrir hádegi, nú í morgun.

Smellið á „horfa" til að sjá viðtal Lóu og Hallgríms við Magnús Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×