Innlent

Svifryksmengun yfir hættumörkum til morguns

Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík á nýársnótt, samkvæmt mælingum umhverfissviðs borgarinnar. Á einni mælingastöð mældist mengunin meiri en nokkru sinni fyrr.

Það var á mælingastöðinni við Langholtsveg þar sem mengunin fór upp í 1800 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin eru aðeins 50 míkrógrömm. Að sögn sérfræðinga umhverfissviðs ætti stöðin við Langholtsveg einmitt að sýna dæmigert ástand í íbúðahverfum.

Nú mældust 700 míkrógrömm, eða meira en helmingi minna en við Langholtsveg, á stöðinni við Grensás, sem að jafnaði er með hæstu mælingar vegna mikillar umferðar, sem sýnir ótvírætt að hina miklu mengun annars staðar má rekja til skotelda.

Yfirleitt er mengunin mest fyrst upp úr miðnætti, en nú var hún yfir hættumörkum alveg til morguns. Þetta er mun meiri mengun er mældist á sama tíma fyrir ári og árið þar áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×