Innlent

Spánverjar banna reykingar

Það er ekki víst að allir Spánverjar hafi fagnað nýja árinu af heilum hug því að í dag gekk í gildi algert reykingabann á opinberum stöðum á Spáni, í landi þar sem reykingar eru útbreiddari en víða annars staðar.

Daglegar venjur spænskra reykingamanna breyttust á róttækan hátt í dag þegar bann við reykingum á öllum opinberum stöðum, svosem eins á vinnustöðum, verslanamiðstöðvum og lestarstöðvum. Enn má þó reykja á veitingahúsum og skemmtistöðum en nú er veitingahúsaeigendum hinsvegar skylt að hafa afmarkað reyklaust svæði. Þetta er fyrsta skref í átt að algjöru reykingabanni í landinu og áætlað er að banna reykingar alls staðar í tíð og tíma. Reykingar eru samkvæmt stjórnvöldum á Spáni stærsta dánarorsökin en um fimmtíuþúsund Spánverjar deyja á ári hverju úr sjúkdómum sem tengjast reykingum og um 700 á ári úr óbeinum reykingum. Nýju lögin taka einnig til tóbaksauglýsinga og hérmeð er blátt bann við þeim í fjölmiðlum og á flettiskiltum. Bannið gildir hinsvegar ekki í formúlukappakstrinum fyrr en árið 2009, það er vegna margmilljóna auglýsingasamninga sem gilda til þess tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×