Erlent

Bandaríkjamenn stöðva fjárframlög til Palestínumanna

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. MYND/AP

Bandaríkjamenn fóru að dæmi Evrópusambandsins í gær og stöðvuðu bein fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna. Ákvörðunin setur fjárhag þeirra í algert uppnám enda reiða þeir sig mjög á slík fjárframlög. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, gagnrýndi ráðstöfunina harkalega í morgun og sagði hana vinna gegn friði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×