Lífið

Svanasöngur Gauksins

Páll Róskinkrans var í góðu formi og söng svanagöng Gauksins af innlifun eins og honum einum er lagið.
Páll Róskinkrans var í góðu formi og söng svanagöng Gauksins af innlifun eins og honum einum er lagið. MYND/Leó Stefánsson

Jet Black Joe tróð upp við góðar undirtektir á Gauki á stöng fyrir viku síðan. Það féll þar með í skaut Páls Rósinkrans að syngja svanasöng þessa rómaða skemmtistaðar, því föstudagskvöldið var síðasta kvöld Gauksins eins og gestir þekkja hann.

 

Hljómsveitin stóð sig með prýði á föstudagskvöldið, enda ekki alls óvön því að spila fyrir fullu húsi á Gauknum.
Óvíst er hvað verður um staðinn en orðrómur er uppi þess efnis að í húsnæðinu verði minjagripasala eða veitingastaður Hard Rock Café. Síðasta kvöldið verður þó þeim sem þar voru eftirminnilegt, og Jet Black Joe í rokna stuði eins og sjá má á myndunum.
Kristinn og bróðir hans Guðlaugur spila á trommur og bassa með Jet Black Joe.


.
fjölskyldustund Feðginin Linda Björk Grétarsdóttir og Grétar Guttormsson voru ánægð með tónleikana.


.
afslappelsi fyrir jól Jóhanna Kristjánsdóttir og Sigurður Ingimundarson létu fara vel um sig undir verndarvæng Gauksins og tónum Jet Black Joe tveimur dögum fyrir jól.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.