Lífið

Fékk bónorð aftur

McDermott bað Spelling tvisvar, með árs millibili. Sumum gæti þótt það undarlegt, þar sem skötuhjúin eru þegar gift.
McDermott bað Spelling tvisvar, með árs millibili. Sumum gæti þótt það undarlegt, þar sem skötuhjúin eru þegar gift.

Parið Tori Spelling og Dean McDermott tekur kærleiksboðskap jólahátíðarinnar greinilega til sín. Mcdermott bað Spelling að giftast sér á jóladag í fyrra, og endurtók svo leikinn ári síðar.

Sumum gæti þótt það óþarfi, þar sem að parið gekk í það heilaga á Fiji-eyjum í maí, en ekki McDermott. Hann gaf spúsu sinni safírshring og bað hennar upp á nýtt, sem þeim þótti báðum rómantískt með eindæmum. Spelling, sem ber fyrsta barn þeirra saman undir belti, sagðist hafa farið að hágráta yfir herlegheitunum. Henni þætti það svo sérstakt að þegar McDermott bað hennar fyrst hafi barn aðeins verið fjarlægur draumur, en nú væri það raunverulega á leiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.