Innlent

Vandi við verðhrun fasteigna

Verðlækkun á húsnæði getur haft uggvænleg áhrif á skuldsett heimili og telur Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna að afar margir standi tæpt.

Seðlabankinn hefur bent á að þetta sé stærsta áhyggjuefni heimilisfjármála og ekki sé óalgengt að fasteignaverð lækki um fimmtán til tuttugu prósent í kjölfar mikilla hækkana eins og verið hafa undanfarið. Dæmi séu einnig um allt að 50% verðlækkun

Í nýbirtri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika er bent á þá hættu sem heimilin í landinu geta lent í vegna aukningar á skuldastöðu. Vægast sagt hafa skuldir aukist verulega - eða um fjórðung á síðasta ári. Skuldirnar hækkuðu um 200 milljarða í1100 milljarða króna. Þessi skuldaaukning stendur í samhengi við aukið framboð á lánsfé til fasteignakaupa - auk þess sem svigrúm hefur skapast til þess að bæta meiri skuldum á fasteignir vegna þess hversu fasteignaverð hefur hækkað mikið undanfarið.

Talið er líklegt að margir hafi notað tækifærið og sbreytt þungum skuldum yfir í fasteignaveðlán. Þær skuldir sem hvíla á fasteignum landsmanna hafa því aukist til muna en Seðlabankinn bendir á þá uggvænlegu stöðu sem kemur upp ef verð á fasteignum lækkar og skuldirnar aukast vegna vaxandi verðbólgu. Bankinn bendir á að það sé ekkert óalgengt að fasteignaverð lækki töluvert eftir hækkunarhrinu eins og síðustu misseri.

Í alþjóðlegu og sögulegu samhengi er 15 til 20 verðlækkun tiltölulega algeng. Bendir Seðlabankinn einnig á fordæmi um verðhrun eða helmingslækkun fasteignaverðs í OECD löndum eins og Finnlandi og Hollandi. Ef verðrýnunin verður veruleg er hætta á að mörg heimili lendi í þeirri stöðu að skuldirnar verði meiri en eignirnar.

Þó að vanskil hafi verið í sögulegu lágmarki hjá viðskiptabönkunum - standa margir tæpt og geta því verið blikur á lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×