Innlent

Búist við að það dragi áfram úr innflutningi

MYND/GVA

Búast má við því að það haldi áfram að draga úr innflutningi á neysluvörum. Verulega dró úr innflutningi á bílum, sjónvörpum og fleiri neysluvörum í aprílmánuði.

Eftir metmánuð í innflutningi í mars tók að draga úr honum í aprílmánuði. Þannig dró úr innflutningi á ýmsum vörum svo sem bílum, ískápum, sjónvörpum og fötum.

Hjá greiningadeild KB-banka fengust þær upplýsingar að þetta væri eðlileg þróun vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á krónunni. Það hafi sýnt sig að þegar krónan hafi veikst þá dragi úr innflutningi. Þetta hafi komið bersýnilega í ljós þegar gengið féll árið 2001. Þá hafi viðskiptahallinn snúist við á einu og hálfu ári en hann hafi þó ekki verið eins mikill og hann er nú.

Fleiri þættir en veiking krónunnar munu á næstunni hjálpast að með að leiðrétta þann mikla viðskiptahalla sem er. En draga mun úr innflutningi vegna stórðiðju og útflutningur aukast á áli. Þessi þróun leiðir til meira jafnvægis þar sem ójafvægi í viðskiptahalla hefur mikil áhrif á stöðugleika í efnahagslífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×