Innlent

Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt

Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt er rennslið í Eldvatni við Ása nú orðið tæpir 280 rúmmetrar á sekúndu.Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. Að sögn Oddsteins Kristjánssonar, bónda á Hvammi varð hann hljaupsins var snemma í morgun en síðan þá hefur það vaxið mikið. Hlaupið nú virðist vera nokkuð stórt en það kom undan jöklinum rétt norðan-austan við Langasjó og rennur sem leið liggur suður Skaftá. Búast má við að hlaupið ná hámarki á næstu tveimur dögum. Skaftárhlaupið í fyrra kom úr vestari katlinum, en sá eystri er stærri.

Samkvæmt mælum Vatnamælinga Orkustofnunar var rennslið í Eldvatni við Ása komið í tæpa 280 rúmmetra á sekúndu nú rétt fyrir klukkan tvö, en búast má við að rennsli í hlaupinu fari í 1.400 til 1.500 rúmmetra. Hlaupið er nú þegar komið að Kirkjubæjarklaustri og rennur niður í Skaftárósa og niður Kúðafljót til sjós og er fólk varað við að fara nærri upptökum hlaupsins þar sem miklar eiturgufur frá hlaupinu geta verið hættulegar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×