Lífið

Sleppur með skrekkinn

MYND/REUTERS

Wesley Snipes hefur komist að samkomulagi við bandarísk skattayfirvöld eftir að hafa verið ákærður fyrir skattsvik.

Í ákærunni var sagt að Snipes hefði reynt að fá rúmlega 800 milljónir króna undanþegnar frá skatti á fölsum forsendum. Snipes hefur samþykkt að greiða upphæðina og þarf því ekki að dúsa í fangelsi eins og hann hefði líklega þurft að gera hefði hann verið fundinn sekur.

Endurskoðendurnir sem sáu um skattamál leikarans hafa áður komist í kast í lögin fyrir vafasöm vinnubrögð. Snipes má ferðast út fyrir landsteinana eins og hann vill, sem kemur sér vel því hann er í Namibíu þar sem hann er að leika í hryllingsmyndinni Gallowwalker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.