Lífið

Klæðir sig kvenlega

Hér sést söngkonan í stuttum kjól með svart/hvítu munstri og rauða grifflu á hendinni.
Hér sést söngkonan í stuttum kjól með svart/hvítu munstri og rauða grifflu á hendinni.

Söngkonan sívinsæla Beyonce Knowles er vel þekkt í tónlistarheiminum sem og tískuheiminum enda keppast allir hönnuðir um að fá hana til að ganga í fötum úr tískuhúsum þeirra. Beyonce er þekkt fyrir kvenlegan vöxt sinn en sá vöxtur er annar en þekkist á tískupöllunum þar sem fatnaðurinn hangir á fyrirsætunum.

 

 

Valentino Hér er Beyonce í ljósbláum silkikjól frá uppáhaldshönnuði sínum.

Beyonce er stolt af líkama sínum og hikar ekki við að sýna línurnar. Hún er oftast í síðum kjólum sem draga fram mittið á henni og ýkja allar línur til muna.

Gulur Þessi litur fer brúnu hörundi Beyonce vel og sniðið á kjólnum dregur fram kvenlegar línur söngkonunnar.

Hönnuðurinn Valentino er í miklu uppáhaldi hjá söngkonunni og fylla silkikjólar hans fataskáp hennar.

Fleginn Beyonce kann að klæða sig eftir vexti og hér er hún í fallega sniðnum svörtum kjól. Fréttablaðið/gettyimages

Beyonce er kona sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar í klæðaburði enda kann hún að draga fram það besta hjá sér með fatavali sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.