Sport

Santos meiddur og al-Jaber tæpur

Sami al-Jaber á æfingu í Þýskalandi
Sami al-Jaber á æfingu í Þýskalandi MYND/AP

Túnis leikur án Francileudo Santos í sínum fyrsta leik í riðlinum. Framherjinn meiddist á fæti í æfingaleik.

Roger Lemerre þjálfari hefur ýjað að því að hann ætli að láta hinn 19 ára Yassine Chikhaoui koma inn í hans stað.

Sádarnir eiga í vandræðum með að ná fyrirliða sínum Sami al-Jaber góðum fyrir leikinn en hann hefur átt við lærmeiðsli að stríða.

Hinn 23 ára Yasser al-Qahtani gæti komið inn fyrir hann.

Túnis (líklegt lið): Ali Boumnijel, Hatem Trabelsi, Radhi Jaidi, Karim Hagui, David Jemmali, Hamed Namouchi, Joahar Mnari, Adel Chedli, Riadh Bouazizi, Ziad Jaziri, Yassine Chikhaoui.

Sádí-Arabía (líklegt lið): Mohamed Al Deayea, Redha Tuker, Hussein Sulaimani, Hamad Al Montashari, Ahmed Dokhi, Saud Al Khariri, Mohamed Ameen, Mohamed Noor, Mohammad Al Shalhoub, Sami Al Jaber, Yassir Al Qahtani.

Dómari: Mark Shield frá Ástralíu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×