Lífið

Sigur Rós heiðruð

Sigur rós Hljómsveitin Sigur Rós fékk verðlaun fyrir myndbandið við lagið Glósóli.
Sigur rós Hljómsveitin Sigur Rós fékk verðlaun fyrir myndbandið við lagið Glósóli.

Myndband við lag Sigur Rósar, Glósóli, var valið besta rokkmyndbandið á Sköpunar- og hönnunarverðlaununum sem voru afhent í Hammersmith Palais í London á dögunum.

Aðrar hljómsveitir sem voru tilnefndar voru Artic Monkeys, Franz Ferdinand, Oasis, Kaiser Chiefs og Mew.

Myndbandið var unnið upp úr hugmynd Sigur Rósar og sáu þeir Stefán Árni og Sigurður Kjartansson um leikstjórnina. Þeir hafa áður m.a. leikstýrt myndbandi við lagið Love Will Come Through af síðustu plötu Travis, 12 Memories, og hafa því ágæta reynslu af gerð tónlistarmyndbanda.

Glósóli er annað lag plötunnar Takk sem Sigur Rós gaf út á síðasta ári við mjög góðar undirtektir. Sigur Rós heldur þrenna tónleika í Þýskalandi dagana 23. til 25. júní og heldur síðan áfram tónleikaferð sinni um Evrópu. Meðal annars mun sveitin spila á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku þann 29. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.