Erlent

Átök í Gasa-borg

MYND/AP

Vopnaðir liðsmenn Fatah-samtaka Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, tóku um tíma yfir orkuver og lögðu undir sig fjölfarinn veg á Gasa-ströndinni í dag.

Aðgerðirnar valda enn meiri gludroða á landsvæði Palestínumanna nú þegar Hamas-liðar búa sig undir að taka við völdum í heimastjórn Palestínumanna. Ósættir er mikill milli fylkinganna og óttast margir Fatah-liðar, þar með talið 60 þúsund liðsmenn öryggissveita, um störf sín.

Til skotbardaga kom við höfuðstöðvar palestínsku lögreglunnar í Gasa-borg en til átaka kom víða á svæðinu í morgun. Í gær afhentu Hamas-liðar Abbas forseta ráðherralista sinn. Ekki er búist við að Abbas leggi listann fyrir þing til samþykkis fyrr en eftir kosningar í Ísrael 28. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×