Innlent

Alhæft um afgreiðsluvenjur

Lyf og lyfjaverð Lyfjafræðingar eru ósáttir við umræðuna um lyfjaverð og telja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur út frá einni könnun.
Lyf og lyfjaverð Lyfjafræðingar eru ósáttir við umræðuna um lyfjaverð og telja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur út frá einni könnun. MYND/GVA

Lyfjafræðingar eru ósáttir við fullyrðingar Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og telja umræðuna ómálefnalega. Þeir segja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga út frá einni verðkönnun sem einungis nái til fárra lyfja.

Siv sagði í Fréttablaðinu í gær að til greina kæmi að setja upp innkaupasamlag vegna hins háa verðs á lyfjum en áður hafði hún beðið Lyfjastofnun að ítreka við lyfjafræðinga þá skyldu að benda á ódýrari samheitalyf og minna þá á starfsleyfissviptingu ella.

Lárus Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélags Íslands, segir að ákveðnar reglur gildi um það þegar lyfjafræðingur er sviptur starfsleyfi. "Það hvort hann bendir á lyf sem eru 10 eða 20 prósentum ódýrari fellur ekki undir það," segir hann.

Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri innkaupa- og vörustjórnunarsviðs LSH, segir að LSH hafi boðið út lyf í þrjú eða fjögur ár og því séu flest eða öll lyfin á allt öðru og betra verði en heildsöluverði.

"Það er mitt persónulega álit að reglur um innflutning á lyfjum séu þröngt túlkaðar og innan reglnanna rúmist meiri samkeppni en raunin er," segir hún. "Ég hef ekki trú á innkaupasamlagi ríkisins en veit ekki hver skoðun spítalans er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×