Innlent

Réðu ófaglært þvert á reglur

 Reykhólahreppur var dæmdur til greiðslu 1,5 milljóna króna bóta til faglærðs sjúkraliða sem ekki var ráðinn í starf við hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð þvert á reglur.

Hreppurinn réð hins vegar tvo ófaglærða en í dómnum kemur fram að faglært fólk eigi skýlausan rétt á opinberum störfum sem auglýst eru og ekki megi ráða ófaglært fólk í staðinn nema umsóknir frá fagfólki séu engar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×