Ástareyjan Ísland í vinsælum brúðkaupsþætti 30. júní 2006 14:00 Stærsta morgunsjónvarp Bretlands, GMTV, hefur valið Hótel Rangá til að taka þátt í brúðskaupsleik sjónvarpsstöðvarinnar ásamt tveimur lúxushótelum á Máritíus og grísku eyjunni Santoríni. Þetta er mikill heiður fyrir okkur en fyrst og fremst gríðarleg auglýsing fyrir Ísland í heild sinni, segir Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Hótel Rangá, en sex milljónir manna fylgjast með þættinum. Brúðkaupsleikurinn á GMTV er haldinn árlega og fjöldi tilvonandi brúðhjóna í Bretlandi býður sig fram til að taka þátt. Áhorfendur kjósa svo fjögur heppin pör, fallegustu brúðarfötin og bestu staðsetninguna fyrir giftinguna. Við völdum Ísland því að mikið af fólki fer í sólina í brúðkaupsferð en við vildum gera eitthvað öðruvísi í ár. Þema þáttarins núna er ástareyjur og okkur fannst það góð tilbreyting að hafa Ísland með, innan um sólareyjurnar Santoríni og Máritíus, segir Richard Arnold, kynnir GMTV. Friðrik segir að Ferðamálaráð og fulltrúar Flugleiða eigi miklar þakkir skildar fyrir að koma Íslandi á kortið í þættinum, en eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin kom Arnold ásamt fríðu föruneyti til Íslands fyrir þremur vikum. Hópurinn skoðaði nokkur hótel og kirkjur sem til greina komu en Hótel Rangá var sigursælast. Þeir urðu ekki bara hrifnir af aðstæðum á hótelinu heldur líka matnum og ekki síður afþreyingunni í nágrenninu, segir Friðrik, en farið var með hópinn á jökul og inn í Þórmörk. Við fórum á snjósleða og það var frábært að vera James Bond í einn dag. Ég fékk að fara á fullri ferð í ýmsar áttir ásamt leiðsögumanni og uppfyllti gamlan draum. Þetta var stórkostlegt, segir Arnold. Oddakirkja á Rangárvöllum vakti sérstaka athygli þáttagerðarmannanna. Svæðið kringum Rangá er ekki bara gullfallegt heldur er þarna líka yndisleg kirkja, alveg ótrúleg. Enginn af hinum stöðunum var með svona kirkju, segir Richard Arnold. Brúðkaupsleikurinn fer af stað fljótlega og reglulega verður sýnt frá ferðinni til Íslands og Hótel Rangá svo að áhorfendur geti kosið milli staðanna þriggja um miðjan ágúst. Brúðkaupið verður svo haldið fyrsta september í beinni útsendingu, segir Arnold. Hvort það verður haldið á Íslandi er komið undir bresku þjóðinni. Arnold hefur unnið í fjölmiðlum síðustu tíu ár og hefur verið kynnir ýmissa spjallþátta. Hann er mjög þekktur í Bretlandi. Til dæmis gengu Bretarnir á hótelinu hjá okkur með veggjum og tóku myndir af honum. Þeim fannst mikið til koma að hitta Arnold á Íslandi, segir Friðrik Pálsson. Menning Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Stærsta morgunsjónvarp Bretlands, GMTV, hefur valið Hótel Rangá til að taka þátt í brúðskaupsleik sjónvarpsstöðvarinnar ásamt tveimur lúxushótelum á Máritíus og grísku eyjunni Santoríni. Þetta er mikill heiður fyrir okkur en fyrst og fremst gríðarleg auglýsing fyrir Ísland í heild sinni, segir Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Hótel Rangá, en sex milljónir manna fylgjast með þættinum. Brúðkaupsleikurinn á GMTV er haldinn árlega og fjöldi tilvonandi brúðhjóna í Bretlandi býður sig fram til að taka þátt. Áhorfendur kjósa svo fjögur heppin pör, fallegustu brúðarfötin og bestu staðsetninguna fyrir giftinguna. Við völdum Ísland því að mikið af fólki fer í sólina í brúðkaupsferð en við vildum gera eitthvað öðruvísi í ár. Þema þáttarins núna er ástareyjur og okkur fannst það góð tilbreyting að hafa Ísland með, innan um sólareyjurnar Santoríni og Máritíus, segir Richard Arnold, kynnir GMTV. Friðrik segir að Ferðamálaráð og fulltrúar Flugleiða eigi miklar þakkir skildar fyrir að koma Íslandi á kortið í þættinum, en eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin kom Arnold ásamt fríðu föruneyti til Íslands fyrir þremur vikum. Hópurinn skoðaði nokkur hótel og kirkjur sem til greina komu en Hótel Rangá var sigursælast. Þeir urðu ekki bara hrifnir af aðstæðum á hótelinu heldur líka matnum og ekki síður afþreyingunni í nágrenninu, segir Friðrik, en farið var með hópinn á jökul og inn í Þórmörk. Við fórum á snjósleða og það var frábært að vera James Bond í einn dag. Ég fékk að fara á fullri ferð í ýmsar áttir ásamt leiðsögumanni og uppfyllti gamlan draum. Þetta var stórkostlegt, segir Arnold. Oddakirkja á Rangárvöllum vakti sérstaka athygli þáttagerðarmannanna. Svæðið kringum Rangá er ekki bara gullfallegt heldur er þarna líka yndisleg kirkja, alveg ótrúleg. Enginn af hinum stöðunum var með svona kirkju, segir Richard Arnold. Brúðkaupsleikurinn fer af stað fljótlega og reglulega verður sýnt frá ferðinni til Íslands og Hótel Rangá svo að áhorfendur geti kosið milli staðanna þriggja um miðjan ágúst. Brúðkaupið verður svo haldið fyrsta september í beinni útsendingu, segir Arnold. Hvort það verður haldið á Íslandi er komið undir bresku þjóðinni. Arnold hefur unnið í fjölmiðlum síðustu tíu ár og hefur verið kynnir ýmissa spjallþátta. Hann er mjög þekktur í Bretlandi. Til dæmis gengu Bretarnir á hótelinu hjá okkur með veggjum og tóku myndir af honum. Þeim fannst mikið til koma að hitta Arnold á Íslandi, segir Friðrik Pálsson.
Menning Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira