Erlent

Fólk flutt nauðugt af flóðasvæðum

MYND/AP

Björgunarsveitarmenn og íbúar í bænum Wildberg í Þýskalandi búa sig undir það versta, en vatnshæð í ánni Saxelfur hefur aukist töluvert síðustu klukkustundirnar. Svo gæti farið að 19 fjölskyldu í Dresden verði fluttar nauðungar frá heimilum sínum í dag sökum flóðahættu.

Ár hafa flætt yfir bakka sína í Mið- og Austur-Evrópu síðustu daga og valdið miklum skemmdum, meðal annars í Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi. Miklar rigningar og asahláka á svæðinu valda flóðunum. Vatnshæðin í Saxelfi mældist í morgun rúmir sjö metra og hækkaði um sentimetra á klukkustund. Talið er að hámarkinu verði náð á sunnudag eða sjö komma sex metrum. Talið er að sú vatnshæð haldist í um viku og óttast bæjaryfirvöld að flóðgarðar kunni að bresta.

Íbúar í Wildberg búa sig því undir það versta. Einn íbúi segir þó fólk ekki sérlega óttaslegið þar sem ekki sé útlit fyrir að flóðin nú verði jafn mikil og fyrir fjórum árum.

Búið er að flytja um 300 manns frá heimilum sínum í Dresden í dag en 19 fjölskyldur sitja sem fastast og vilja ekki yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í borginni kanna nú hvort hægt sé að grípa til neyðarheimilda og flytja fólkið nauðugt á brott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×