Lífið

Margt um manninn hjá Hemma

Hemmi ásamt tveimur börnum sínum, þeim Hendriki Birni og Evu Laufeyju.
Hemmi ásamt tveimur börnum sínum, þeim Hendriki Birni og Evu Laufeyju. MYND/Brink

Hemmi Gunn hélt upp á sextugsafmæli sitt með veglegri veislu á Broadway á sunnudag. Þar var samankominn stór hópur velunnara, enda hefur Hemmi sett mark sitt á ófáan manninn í gegnum árin.

„Þetta var alveg stórkostlegt og frábært að finna þennan hlýhug," sagði Hemmi um veisluhöldin. „Þarna voru allir mínir traustustu og bestu vinir samankomnir ásamt meistaradeild skemmtikrafta," bætti hann við. Myndirnar tala sínu máli.

Raggi Bjarna, einn af góðvinum Hemma, lét ekki sitt eftir liggja og söng fyrir afmælisbarnið.


 .
Magnús Kjartansson tók Flugfreyjukórinn með sér í veisluna. Eftir að hafa sungið svifu freyjurnar að Hemma og smelltu á hann kossi hver á fætur annarri, afmælisbarninu til mikillar ánægju.


 .
Ómar Ragnarsson samdi heilt lag í tilefni tímamótanna og frumflutti það á Broadway, gestum til mikillar ánægju.



 .

Linda Pétursdóttir var ein af mörgum þjóðþekktum manneskjum sem fögnuðu áfanganum með Hemma á Broadway.


 .
Eftir fjörutíu ára starf í fjölmiðlum hefur Hemmi eignast vini úr öllum áttum. Þessir vinir létu ekki sitt eftir liggja og fögnuðu almennilega.


 .
Áhafnarmeðlimirnir Gylfi Ægisson, Þórir Baldursson og Rúnar Júlíusson mættu ekki bara í veisluna heldur tróðu líka upp.


 .
Hemmi þandi raddböndin ásamt áhöfn Halastjörnunnar, enda skemmtikraftur í húð og hár sjálfur.


 .
Gestgjafinn hafði í mörg horn að líta meðan á fögnuðinum stóð, en þau hafa væntanlega fá verið skemmtilegri en hornið hans Ladda.


 .





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.