Eru Íslendingar pakk? 12. desember 2006 05:00 Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun