Erlent

Órói vegna kosninga í Kólumbíu

MYND/AP

Kólumbíumenn ganga til þingkosninga í dag við stranga öryggisgæslu. Óttast er að vopnaðar sveitir öfgamanna bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna reyni að trufla eðlilegan gang kosninganna.

Sveitir marxista hafa farið um með ofbeldi síðustu vikur og hafa náð að lama daglegt líf í hluta landsins. Hægri öfgamenn hafa opinberlega slíðrað sverðin en hafa lýst því yfir að þeir ásælist meiri völd í kólumbískum stjórnmálum.

Búist er við að úrslit kosninganna muni gefa góða vísbendingu um úrslit komandi forsetakosninga sem haldnar verða 28. maí. Almennt er talið að sitjandi forseti, Alvaro Uribe, muni nú í fyrsta sinn fá á bak við sig þingmeirihluta en honum fylgja nokkrir litlir flokkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×