26.grein stjórnarskrárinnar þarf að endurskoða 25. mars 2006 18:19 Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi. Málþingið var haldið af Sagnfræðifélagi Íslands í samvinnu við Stjórnarskrárnefnd. Mest áhersla var lögð á 26.grein stjórnarskrárinnar, sumsé á synjunarvaldi forseta Íslands. Eins og flestum er ofarlega minni þá beitti núverandi forseti því í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sumarið 2004 og kom þar með í veg fyrir setningu nýrra fjölmiðlalaga. Á þessu tímabili var mikill ágreiningur á meðal fræðimanna um það annars vegar hvort forsetinn nyti þessa réttar og hins vegar um framkvæmdina eftir að forsetinnn synjar lögum staðfestingu. Þórður Bogason lögfræðingur ýjaði að því erindi sínu að synjunarvaldið mætti afnema. Tók hann dæmi um hversu óeðlilegt það væri í lýðræði ef forseti með 25 prósent atkvæða að baki sér gæti stöðvað lagasetningu löggjafarvaldsins sem hefði meirihluta kjósenda að baki sér. Björg Thorarensen sem er einn sérfæðing í stjórnarskrárnefnd telur að synjunarvald forsetans eigi rétt á sér en líkt og Þórði finnst henni að skýra beri framkvæmd þess. Björg lagði þó mesta áherslu á að skýrar yrði kveðið á um verkaskiptingu ráðherra og forseta sem handhafa framkvæmdavaldsins til að endurspegla betur raunveruleika dagsins í dag. Svanur Kristjánsson prófessor fjallaði um forseta Íslands og utanríkismál og taldi þá Svein Björnsson og Ólaf Ragnar Grímsson hafa haft mikil áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Þá fjallaði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur um hlutverk forseta við stjórnarmyndun og benti á þann möguleika að fyrst gæti reynt á núverandi forseta í þessu sambandi eftir kosningar 2007 því þá kynni að koma upp stjórnarkreppa miðað við núverandi stöðu landsmála. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi. Málþingið var haldið af Sagnfræðifélagi Íslands í samvinnu við Stjórnarskrárnefnd. Mest áhersla var lögð á 26.grein stjórnarskrárinnar, sumsé á synjunarvaldi forseta Íslands. Eins og flestum er ofarlega minni þá beitti núverandi forseti því í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sumarið 2004 og kom þar með í veg fyrir setningu nýrra fjölmiðlalaga. Á þessu tímabili var mikill ágreiningur á meðal fræðimanna um það annars vegar hvort forsetinn nyti þessa réttar og hins vegar um framkvæmdina eftir að forsetinnn synjar lögum staðfestingu. Þórður Bogason lögfræðingur ýjaði að því erindi sínu að synjunarvaldið mætti afnema. Tók hann dæmi um hversu óeðlilegt það væri í lýðræði ef forseti með 25 prósent atkvæða að baki sér gæti stöðvað lagasetningu löggjafarvaldsins sem hefði meirihluta kjósenda að baki sér. Björg Thorarensen sem er einn sérfæðing í stjórnarskrárnefnd telur að synjunarvald forsetans eigi rétt á sér en líkt og Þórði finnst henni að skýra beri framkvæmd þess. Björg lagði þó mesta áherslu á að skýrar yrði kveðið á um verkaskiptingu ráðherra og forseta sem handhafa framkvæmdavaldsins til að endurspegla betur raunveruleika dagsins í dag. Svanur Kristjánsson prófessor fjallaði um forseta Íslands og utanríkismál og taldi þá Svein Björnsson og Ólaf Ragnar Grímsson hafa haft mikil áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Þá fjallaði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur um hlutverk forseta við stjórnarmyndun og benti á þann möguleika að fyrst gæti reynt á núverandi forseta í þessu sambandi eftir kosningar 2007 því þá kynni að koma upp stjórnarkreppa miðað við núverandi stöðu landsmála.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira