Ólga á herteknu svæðunum eftir árás Ísraela 14. mars 2006 18:30 Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-ströndinni og Vesturbakkanum í dag eftir að Ísraelsher réðst á fangelsi í Jeríkó þar sem grunaðir hermdarverkamenn voru í haldi. Kveikt var í húsakynnum bandarískra og breskra stofnana og nokkrum Vesturlandabúum var rænt. Kveikjan að ólgunni var árás ísraelska hersins á fangelsi í hinni fornu borg Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun þar sem meðal annarra voru vistaðir sex Palestínumenn sem Ísraelar telja að hafi ráðið ferðamálaráðherra landsins af dögum árið 2001. Í þeim hópi er Ahmed Saadat, leiðtogi samtakanna Lýðfylking fyrir frelsun Palestínu. Palestínsk stjórnvöld höfðu lýst því yfir að ekkert benti til að hann hefði staðið fyrir tilræðinu og því bæri að sleppa honum. Umsátrið stóð yfir í allan dag en undir kvöld gáfust sexmenningarnir upp fyrir sveitum Ísraela Þegar umsátrið spurðist út greip um sig mikil reiði á herteknu svæðunum í garð Vesturlanda því skömmu fyrir árásina yfirgáfu breskir og bandarískir eftirlitsmenn fangelsið en þeir töldu sig ekki geta lengur gætt öryggis fanganna. Mahmoud Abbas forseti heimastjórnarinnar fordæmdi brotthvarf eftirlitsmannanna og leiðtogar Hamas vöruðu Ísraela við að skaða fangana. Á Gaza-ströndinni var kveikt í bresku menningarstofnuninni og skemmdir voru unnar á húsnæði fjölmargra erlendra samtaka. Æstur múgur réðist inn á hótel í leit að Vesturlandabúum og var í það minnsta níu útlendingum rænt á Gaza, tveimur þeirra var þó sleppt skömmu síðar. Í bænum Jenín á Vesturbakkanum var farið í kröfugöngu og er óhætt að segja að göngumönnum hafi verið heitt í hamsi. Árásin á fangelsið er umfangsmesta hernaðaraðgerð Ísraelshers í marga mánuði. Tvær vikur eru til ísraelsku þingkosninganna og því er tæpast tilviljun að stjórnvöld ráðast til atlögu nú. Erlent Fréttir Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-ströndinni og Vesturbakkanum í dag eftir að Ísraelsher réðst á fangelsi í Jeríkó þar sem grunaðir hermdarverkamenn voru í haldi. Kveikt var í húsakynnum bandarískra og breskra stofnana og nokkrum Vesturlandabúum var rænt. Kveikjan að ólgunni var árás ísraelska hersins á fangelsi í hinni fornu borg Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun þar sem meðal annarra voru vistaðir sex Palestínumenn sem Ísraelar telja að hafi ráðið ferðamálaráðherra landsins af dögum árið 2001. Í þeim hópi er Ahmed Saadat, leiðtogi samtakanna Lýðfylking fyrir frelsun Palestínu. Palestínsk stjórnvöld höfðu lýst því yfir að ekkert benti til að hann hefði staðið fyrir tilræðinu og því bæri að sleppa honum. Umsátrið stóð yfir í allan dag en undir kvöld gáfust sexmenningarnir upp fyrir sveitum Ísraela Þegar umsátrið spurðist út greip um sig mikil reiði á herteknu svæðunum í garð Vesturlanda því skömmu fyrir árásina yfirgáfu breskir og bandarískir eftirlitsmenn fangelsið en þeir töldu sig ekki geta lengur gætt öryggis fanganna. Mahmoud Abbas forseti heimastjórnarinnar fordæmdi brotthvarf eftirlitsmannanna og leiðtogar Hamas vöruðu Ísraela við að skaða fangana. Á Gaza-ströndinni var kveikt í bresku menningarstofnuninni og skemmdir voru unnar á húsnæði fjölmargra erlendra samtaka. Æstur múgur réðist inn á hótel í leit að Vesturlandabúum og var í það minnsta níu útlendingum rænt á Gaza, tveimur þeirra var þó sleppt skömmu síðar. Í bænum Jenín á Vesturbakkanum var farið í kröfugöngu og er óhætt að segja að göngumönnum hafi verið heitt í hamsi. Árásin á fangelsið er umfangsmesta hernaðaraðgerð Ísraelshers í marga mánuði. Tvær vikur eru til ísraelsku þingkosninganna og því er tæpast tilviljun að stjórnvöld ráðast til atlögu nú.
Erlent Fréttir Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira