Sýknaður af utanvegaakstri á Hengilssvæði 2. nóvember 2006 21:21 Landhelgisgæslan aðstoðaði lögregluna á Selfossi við eftirlit með utanvegaakstri í sumar. Karlmaður sem stöðvaður var á torfæruhjóli á slóða sem liggur niður Folaldadali frá Nesjavallavegi niður í Grafning hefur verið sýknaður af ákæru um utanvegaakstur. Slóðinn telst það vel greinanlegur og að nægilega löng hefð sé fyrir akstri vélknúinna farartækja á honum, þannig að hann telst vegur og því ekki um utanvegaakstur að ræða. Fyrir dóminum báru meðal annars vitni jarðfræðingur sem sagðist telja að eftir slóðanum hafi verið keyrt í um það bil 25 ár, þar á meðal á stórvirkum vinnuvélum. Einnig bar maður sem starfar í ferðaþjónustu að eftir slóðanum hafi verið keyrt með ferðamenn þó að slíkt hafi ekki tíðkast síðustu árin. Loks greindi Jón Garðar Snæland, höfundur bókarinnar "Utan alfaraleiða" frá því að slóðanum sé lýst sem ökuleið í bókinni og að jeppaklúbburinn 4x4 hafi farið í skipulagðar ferðir eftir honum. Klúbburinn sé alfarið mótfallinn utanvegaakstri og því aki meðlimir hans ekki eftir þessum slóða eða öðrum telji þeir sig ekki vera á fullgildum vegi. Myndir sem lagðar voru fram í dómnum sýndu greinilegan veg eða slóða: "Var greinilegt að ekki var eingöngu um að ræða slóða sem myndast hafði eftir dýr, svo sem kindagötu, heldur slóða sem sum staðar hafði verið keyrð möl í en sum staðar myndast för í jarðveginum eftir ökutæki og þá bifreiðar, traktora eða annars konar farartæki svo og væntanlega einnig dýr. Á hluta slóðans mátti einnig sjá að hann hafði verið ruddur að hluta." Af þessum sökum var úrskurðað að vegurinn væri vegur og því ekki um utanvegaakstur að ræða. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Karlmaður sem stöðvaður var á torfæruhjóli á slóða sem liggur niður Folaldadali frá Nesjavallavegi niður í Grafning hefur verið sýknaður af ákæru um utanvegaakstur. Slóðinn telst það vel greinanlegur og að nægilega löng hefð sé fyrir akstri vélknúinna farartækja á honum, þannig að hann telst vegur og því ekki um utanvegaakstur að ræða. Fyrir dóminum báru meðal annars vitni jarðfræðingur sem sagðist telja að eftir slóðanum hafi verið keyrt í um það bil 25 ár, þar á meðal á stórvirkum vinnuvélum. Einnig bar maður sem starfar í ferðaþjónustu að eftir slóðanum hafi verið keyrt með ferðamenn þó að slíkt hafi ekki tíðkast síðustu árin. Loks greindi Jón Garðar Snæland, höfundur bókarinnar "Utan alfaraleiða" frá því að slóðanum sé lýst sem ökuleið í bókinni og að jeppaklúbburinn 4x4 hafi farið í skipulagðar ferðir eftir honum. Klúbburinn sé alfarið mótfallinn utanvegaakstri og því aki meðlimir hans ekki eftir þessum slóða eða öðrum telji þeir sig ekki vera á fullgildum vegi. Myndir sem lagðar voru fram í dómnum sýndu greinilegan veg eða slóða: "Var greinilegt að ekki var eingöngu um að ræða slóða sem myndast hafði eftir dýr, svo sem kindagötu, heldur slóða sem sum staðar hafði verið keyrð möl í en sum staðar myndast för í jarðveginum eftir ökutæki og þá bifreiðar, traktora eða annars konar farartæki svo og væntanlega einnig dýr. Á hluta slóðans mátti einnig sjá að hann hafði verið ruddur að hluta." Af þessum sökum var úrskurðað að vegurinn væri vegur og því ekki um utanvegaakstur að ræða.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira