Edikssýru fyrir mistök hellt í klórtank sundlaugarinnar á Eskifirði 27. júní 2006 15:59 Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 fengu eitrun af einhverju tagi. Fyrsta útkall vegna eitrunarinnar barst rétt fyrir klukkan tvö í dag. Björgunarmenn voru þegar kallaðir til, meðal annars frá Fjarðarbyggð og Héraði. Þá var lögregla og sjúkralið kölluð á staðinn. Nokkru síðar var Samhæfingarstöðin í Reykjavík virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf var á. Tíu slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu voru einnig sendir austur með búnað og súrefni og þyrlan Landhelgisgæslunnar, TF-Líf einnig. Ráðstafanir voru gerðar til að flytja fólkið sem varð fyrir eitrun á heilsugæslustöðina á Eskifirði og til Norðfjarðar til aðhlynningar. Vitað er að fjórir eru illa haldnir og alvarlega veikir vegna eitrunar. Að sögn eins heimamanna myndaðist öngþveiti í heilsugæslustöðinni og þegar laugin var rýmd gafst fólki ekki tími til að klæða sig heldur hélt út á götu með ekkert nema handklæði um sig. Sunlaugin og nærliggjandi svæði var þegar rýmt, meðal annars leikskóli rétt hjá. Einnig mun hafa verið byrjað að rýma íbúðarbyggð innan sundlaugarsvæðisins. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Þegar edikssýra blandast natríum hydrochlorit lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Einkenni vægrar klórgaseitrunar eru sviði í lungum. Þeir íbúar Eskifjarðar sem telja sig með slík einkenni eða eiga við lungnasjúkdóma að stríða eru beðnir að hafa samband við heilsugæsluna á Eskifirði. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 fengu eitrun af einhverju tagi. Fyrsta útkall vegna eitrunarinnar barst rétt fyrir klukkan tvö í dag. Björgunarmenn voru þegar kallaðir til, meðal annars frá Fjarðarbyggð og Héraði. Þá var lögregla og sjúkralið kölluð á staðinn. Nokkru síðar var Samhæfingarstöðin í Reykjavík virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf var á. Tíu slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu voru einnig sendir austur með búnað og súrefni og þyrlan Landhelgisgæslunnar, TF-Líf einnig. Ráðstafanir voru gerðar til að flytja fólkið sem varð fyrir eitrun á heilsugæslustöðina á Eskifirði og til Norðfjarðar til aðhlynningar. Vitað er að fjórir eru illa haldnir og alvarlega veikir vegna eitrunar. Að sögn eins heimamanna myndaðist öngþveiti í heilsugæslustöðinni og þegar laugin var rýmd gafst fólki ekki tími til að klæða sig heldur hélt út á götu með ekkert nema handklæði um sig. Sunlaugin og nærliggjandi svæði var þegar rýmt, meðal annars leikskóli rétt hjá. Einnig mun hafa verið byrjað að rýma íbúðarbyggð innan sundlaugarsvæðisins. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Þegar edikssýra blandast natríum hydrochlorit lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Einkenni vægrar klórgaseitrunar eru sviði í lungum. Þeir íbúar Eskifjarðar sem telja sig með slík einkenni eða eiga við lungnasjúkdóma að stríða eru beðnir að hafa samband við heilsugæsluna á Eskifirði. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira