Edikssýru fyrir mistök hellt í klórtank sundlaugarinnar á Eskifirði 27. júní 2006 15:59 Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 fengu eitrun af einhverju tagi. Fyrsta útkall vegna eitrunarinnar barst rétt fyrir klukkan tvö í dag. Björgunarmenn voru þegar kallaðir til, meðal annars frá Fjarðarbyggð og Héraði. Þá var lögregla og sjúkralið kölluð á staðinn. Nokkru síðar var Samhæfingarstöðin í Reykjavík virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf var á. Tíu slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu voru einnig sendir austur með búnað og súrefni og þyrlan Landhelgisgæslunnar, TF-Líf einnig. Ráðstafanir voru gerðar til að flytja fólkið sem varð fyrir eitrun á heilsugæslustöðina á Eskifirði og til Norðfjarðar til aðhlynningar. Vitað er að fjórir eru illa haldnir og alvarlega veikir vegna eitrunar. Að sögn eins heimamanna myndaðist öngþveiti í heilsugæslustöðinni og þegar laugin var rýmd gafst fólki ekki tími til að klæða sig heldur hélt út á götu með ekkert nema handklæði um sig. Sunlaugin og nærliggjandi svæði var þegar rýmt, meðal annars leikskóli rétt hjá. Einnig mun hafa verið byrjað að rýma íbúðarbyggð innan sundlaugarsvæðisins. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Þegar edikssýra blandast natríum hydrochlorit lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Einkenni vægrar klórgaseitrunar eru sviði í lungum. Þeir íbúar Eskifjarðar sem telja sig með slík einkenni eða eiga við lungnasjúkdóma að stríða eru beðnir að hafa samband við heilsugæsluna á Eskifirði. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 fengu eitrun af einhverju tagi. Fyrsta útkall vegna eitrunarinnar barst rétt fyrir klukkan tvö í dag. Björgunarmenn voru þegar kallaðir til, meðal annars frá Fjarðarbyggð og Héraði. Þá var lögregla og sjúkralið kölluð á staðinn. Nokkru síðar var Samhæfingarstöðin í Reykjavík virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf var á. Tíu slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu voru einnig sendir austur með búnað og súrefni og þyrlan Landhelgisgæslunnar, TF-Líf einnig. Ráðstafanir voru gerðar til að flytja fólkið sem varð fyrir eitrun á heilsugæslustöðina á Eskifirði og til Norðfjarðar til aðhlynningar. Vitað er að fjórir eru illa haldnir og alvarlega veikir vegna eitrunar. Að sögn eins heimamanna myndaðist öngþveiti í heilsugæslustöðinni og þegar laugin var rýmd gafst fólki ekki tími til að klæða sig heldur hélt út á götu með ekkert nema handklæði um sig. Sunlaugin og nærliggjandi svæði var þegar rýmt, meðal annars leikskóli rétt hjá. Einnig mun hafa verið byrjað að rýma íbúðarbyggð innan sundlaugarsvæðisins. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Þegar edikssýra blandast natríum hydrochlorit lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Einkenni vægrar klórgaseitrunar eru sviði í lungum. Þeir íbúar Eskifjarðar sem telja sig með slík einkenni eða eiga við lungnasjúkdóma að stríða eru beðnir að hafa samband við heilsugæsluna á Eskifirði. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira