Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu 27. júní 2006 18:00 Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira