Innlent

Uppsalir meðal jarða til leigu

Brautarholt, þar sem Samúel Jónsson listamanðu bjó er meðal þeirra jarða sem auglýstar voru til leigu.
Brautarholt, þar sem Samúel Jónsson listamanðu bjó er meðal þeirra jarða sem auglýstar voru til leigu. Mynd/Vilhelm

Tólf umsækjendur voru um jarðir í Selárdal við Arnarfjörð sem landbúnaðarráðuneytið auglýsti til leigu í vor. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að um sé að ræða jarðirnar Uppsali, þar sem einbúinn Gísli Gíslason bjó, Brautarholt þar sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar listamanns og bæinn Kolbeinsskeið í Selárdal, ásamt fyrrverandi íbúðarhúsi á Melstað og Selárdal. Jörðunum verður úthlutað í vor og er leigutíminn til fimmtíu ára. Íbúðarhúsin eru þó flesti í slæmu ásigkomulagi og þarfnast mikilla endurbóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×