Lífið

Myndavélasímar til vansa

George Clooney
George Clooney

Leikarinn George Clooney segir að með tilkomu nýrrar tækni, eins og myndavélasíma þurfi hann sífellt að hafa varann á og geti hann því ekki notið sín í frítíma sínum eins og forðum.

„Allir eiga myndavélasíma svo í hvert einasta skipti sem maður stígur falsspor þá er einhver mættur til þess að taka það upp og skjalfesta það. Alveg ömurlegt," segir Clooney í viðtali við skoska blaðið Daily Record. Clooney er nú með tvær myndir í burðarliðinum, The Good German og Ocean's 13 og eru þær væntanlegar á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.