Undirbýr tónleika á Miklatúni 29. júlí 2006 13:45 Ys og þys Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum Exton við að undirbúa tónleikana þegar Fréttablaðið bar að garði. Hrannar Hafsteinsson og félagar hjá hljóðkerfisleigunni Exton hafa unnið baki brotnu síðustu daga við að koma upp heljarinnar sviði á Klambratúni. Sviðið verður notað undir tónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem fram fara annað kvöld. Hrannar er enginn nýgræðingur í bransanum en hann hefur verið aðaltæknistjóri Hróarskelduhátíðarinnar síðustu ár. „Við höfum verið að síðan á fimmtudag,“ sagði Hrannar þegar Fréttablaðið leit við á Miklatúni í gær en hann gat varla gefið sér tíma frá annasömum störfum enda að mörgu að huga þegar svo stórir tónleikar eru annars vegar. Festa þarf upp ljós, skrúfa saman ljósastangir, hengja upp hátalara, gera sviðsþakið klárt, grafa niður snúrur, ákveða hvar myndavélar eiga að standa og svo framvegis. Hrannar gat því ekki gefið sér tíma til að tala við Fréttablaðið. Á Miklatúni vann stór hópur manna eins og vel skipulagðir maurar undir stjórn Hrannars. Enda ekki nema von – Hrannar veit hvað hann syngur. Hefur unnið við tónleika- og uppákomuhald í ein tólf ár. Samt er hann aðeins 27 ára. Að sögn Hrannars hefur hann einnig unnið sem tæknistjóri á appelsínugula sviðinu, sem er stærsta tónleikatjald Hróarskelduhátíðarinnar. Hrannar hefur því marga fjöruna sopið í þessum bransa. Hann hefur líka hitt margar af helstu tónlistarstjörnum heims, þar á meðal Red Hot Chilli Peppers og Rammstein. „Rammstein er skemmtilegri á sviði,“ segir Hrannar, sem kom einnig að skipulagningu lokakeppni Eurovision þegar Danir héldu hana í Parken. Góð vinátta hefur tekist með Hrannari og Lars Nissen, eiganda Seelite-fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í búnaði tengdum tónleikahaldi, og er eitt stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. „Þetta hefur verið töluvert flakk,“ segir Hrannar, sem bjó í Danmörku um skeið og flakkaði á milli landa vegna tónleikahalds. Búast má við að þúsundir manna muni leggja leið sína á tónleika Sigur Rósar á morgun. Sveitin mun leika á risasviði, 13x14 metrar á stærð og níu metra upp í loft. Tveir 48 tonna kranar munu halda uppi hátalarastæðunni sem vegur tvö tonn. Tónleikar Sigur Rósar hefjast korter í níu. Menning Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hrannar Hafsteinsson og félagar hjá hljóðkerfisleigunni Exton hafa unnið baki brotnu síðustu daga við að koma upp heljarinnar sviði á Klambratúni. Sviðið verður notað undir tónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem fram fara annað kvöld. Hrannar er enginn nýgræðingur í bransanum en hann hefur verið aðaltæknistjóri Hróarskelduhátíðarinnar síðustu ár. „Við höfum verið að síðan á fimmtudag,“ sagði Hrannar þegar Fréttablaðið leit við á Miklatúni í gær en hann gat varla gefið sér tíma frá annasömum störfum enda að mörgu að huga þegar svo stórir tónleikar eru annars vegar. Festa þarf upp ljós, skrúfa saman ljósastangir, hengja upp hátalara, gera sviðsþakið klárt, grafa niður snúrur, ákveða hvar myndavélar eiga að standa og svo framvegis. Hrannar gat því ekki gefið sér tíma til að tala við Fréttablaðið. Á Miklatúni vann stór hópur manna eins og vel skipulagðir maurar undir stjórn Hrannars. Enda ekki nema von – Hrannar veit hvað hann syngur. Hefur unnið við tónleika- og uppákomuhald í ein tólf ár. Samt er hann aðeins 27 ára. Að sögn Hrannars hefur hann einnig unnið sem tæknistjóri á appelsínugula sviðinu, sem er stærsta tónleikatjald Hróarskelduhátíðarinnar. Hrannar hefur því marga fjöruna sopið í þessum bransa. Hann hefur líka hitt margar af helstu tónlistarstjörnum heims, þar á meðal Red Hot Chilli Peppers og Rammstein. „Rammstein er skemmtilegri á sviði,“ segir Hrannar, sem kom einnig að skipulagningu lokakeppni Eurovision þegar Danir héldu hana í Parken. Góð vinátta hefur tekist með Hrannari og Lars Nissen, eiganda Seelite-fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í búnaði tengdum tónleikahaldi, og er eitt stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. „Þetta hefur verið töluvert flakk,“ segir Hrannar, sem bjó í Danmörku um skeið og flakkaði á milli landa vegna tónleikahalds. Búast má við að þúsundir manna muni leggja leið sína á tónleika Sigur Rósar á morgun. Sveitin mun leika á risasviði, 13x14 metrar á stærð og níu metra upp í loft. Tveir 48 tonna kranar munu halda uppi hátalarastæðunni sem vegur tvö tonn. Tónleikar Sigur Rósar hefjast korter í níu.
Menning Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“