Setið um stjörnurnar 4. desember 2006 14:30 Fólk sem situr um fræga einstaklinga er því miður frekar algengt fyrirbæri. Er þetta fólk jafnan haldið þeim ranghugmyndum að það tengist fólkinu á einhvern hátt og getur sú þráhyggja endað í alls kyns vitleysu. Lítið hefur verið um svona fólk hér á landi en undanfarið hefur hver stjarnan á fætur öðrum úti í heimi þurft að eiga afskipti af alla vega einni slíkri manneskju. Hafa oftast lögsóknir fylgt í kjölfarið þar sem „umsátursfólkið“ hefur undantekningalítið verið dæmt í nálgunarbann og jafnvel í fangelsi. Björk Björk er líklega þekktasti Íslendingurinn sem hefur lent í háska vegna „umsátursmanns“. Sendi hann söngkonunni sprengju í pósti og framdi síðan sjálfsvíg á meðan hann hlustaði á lag hennar. Ástæðan var sú að hann var afbrýðisamur út í kærasta Bjarkar. Sem betur fer fann nágranni undarlega lykt koma frá íbúð mannsins og lét lögregluna vita. Náði hún að bregðast við í tæka tíð áður en Björk komst í tæri við sprengjuna.Colin FarrellDessarae Bradford má ekki koma nær leikaranum Colin Farrel, syni hans James og móður hans Kim Bordenave en 150 metra samkvæmt dómsúrskurði. Ástæðan er sú að hún gekk upp að Farrell á meðan hann var gestur í þætti Jay Leno. Konan hafði verið á meðal áhorfenda. Farrell fylgdi henni baksviðs og var henni síðan vísað í burtu af öryggisvörðum. Farrell taldi konuna ógn við sig og fjölskyldu sína og taldi réttast að fara fram á nálgunarbann.Catherine Zeta JonesKona sem hótaði að skera leikkonuna Catherina Zeta-Jones í litla bita var dæmd í þriggja ára fangelsi á síðasta ári. Hin 35 ára Dawnette King sat um leikkonuna og sagðist vera ástfangin af eiginmanni hennar, leikaranum Michael Douglas. „Ég mun aldrei geta gleymt hegðun þinni. Alla mína ævi þarf ég að horfa yfir öxlina á mér af ótta,“ sagði Zeta-Jones við réttarhöldin. „Þú verður aldrei fræg og aldrei alræmd. Þú ert bara glæpamaður.“Mel Gibson Maður sem hafði verið dæmdur fyrir að hafa setið um leikarann Mel Gibson var dæmur í þriggja ára fangelsi á síðasta ári eftir að hafa brotið nálgunarbann. Zack Sinclair braut bannið þegar hann gekk upp að Gibson í kirkju á Malibu og spurði hvort hann mætti biðja bænir með honum. Þrátt fyrir að Gibson hafi ekki litið á hann sem mikla ógn taldi hann manninn geta ógnað fjölskyldu hans. Sinclair hafði fyrst samband við Gibson eftir að hann gaf út myndina The Passion of the Christ. Sendi hann Gibson tólf bréf þar sem stóð að Guð vildi að þeir myndu fara saman með bænir.Janet Jackson Hinn 46 ára Robert Gardner má ekki koma nálægt söngkonunni Janet Jackson næstu árin. Mætti hann með hníf og skæri í upptökuver sjónvarpsstöðvar þar sem Janet var gestur í þættinum Saturday Night Live. Vakti það að sjálfsögðu óhug söngkonunnar. „Ég vil ekki að litið sé á mig sem „umsátursmann“. Ég er einn af aðdáendum hennar,“ sagði maðurinn við réttarhöldin. Janet sagði manninn hafa búið til sögu um meint samband þeirra og að hann hafi elt hana og reynt að hitta í níu ár.Pamela AndersonKynbomban Pamela Anderson fékk þriggja ára nálgunarbann á William Peter Stansfield eftir að hann fór að spjalla við sjö ára son hennar í skóla hans. Stansfield sagði í blaðaviðtali að ásakanir Anderson væru fáránlegar.Sandra BullockLeikkonan Sandra Bullock fór fram á það við stjórnvöld að hún yrði látinn vita þegar maður að nafni Thomas James Weldon yrði látinn laus af geðsjúkrahúsi í Tennessee. Samkvæmt dómsmáli frá 2003 má Weldon ekki koma nær henni en 100 metra. Að sögn leikkonunnar hafði maðurinn sent henni tölvupósta og símbréf og skildi eftir skilaboð hjá henni og fjölskyldu hennar þar sem hann gaf til kynna að hann vildi eiga í ástarsambandi við hana. Hilary DuffUnglingur var nýverið handtekinn í Los Angeles grunaður um að sitja um og hóta leikkonunni Hilary Duff. Höfðu Duff, sem er nítján ára, og kærasti hennar Joel Madden úr hljómsveitinni Good Charlotte óskað eftir nálgunarbanni gagnvart hinum átján ára Makism Myaskovsky. Játaði hann fyrir rétti þráhyggju sína og að hafa reynt allt til að ná athygli Duff. Hafði hann hótað að drepa sig og leit á Madden sem ógn sem þyrfti að ryðja úr vegi.EnyaSöngkonan Eyna hefur átt í vandamálum vegna frægðar sinnar og ríkidæmis. Einn maður braust inn í kastala söngkonunnar, batt þjónustustúlku hennar, og eyddi síðan tveimur klukkutímum í að reyna að finna Enya, sem náði að fela sig í öryggisherbergi. Þegar hún setti viðvörunarkerfið í gang slapp maðurinn með nokkra muni úr eigu hennar. Viku áður hafði maður brotist inn í hús Enya og var hann handtekinn skömmu síðar.Árið 1996 flutti 31 árs Ítali til Dublin til að búa nálægt söngkonunni. Stakk hann sig fyrir utan sveitakrá sem var í eigu foreldra hennar. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Fólk sem situr um fræga einstaklinga er því miður frekar algengt fyrirbæri. Er þetta fólk jafnan haldið þeim ranghugmyndum að það tengist fólkinu á einhvern hátt og getur sú þráhyggja endað í alls kyns vitleysu. Lítið hefur verið um svona fólk hér á landi en undanfarið hefur hver stjarnan á fætur öðrum úti í heimi þurft að eiga afskipti af alla vega einni slíkri manneskju. Hafa oftast lögsóknir fylgt í kjölfarið þar sem „umsátursfólkið“ hefur undantekningalítið verið dæmt í nálgunarbann og jafnvel í fangelsi. Björk Björk er líklega þekktasti Íslendingurinn sem hefur lent í háska vegna „umsátursmanns“. Sendi hann söngkonunni sprengju í pósti og framdi síðan sjálfsvíg á meðan hann hlustaði á lag hennar. Ástæðan var sú að hann var afbrýðisamur út í kærasta Bjarkar. Sem betur fer fann nágranni undarlega lykt koma frá íbúð mannsins og lét lögregluna vita. Náði hún að bregðast við í tæka tíð áður en Björk komst í tæri við sprengjuna.Colin FarrellDessarae Bradford má ekki koma nær leikaranum Colin Farrel, syni hans James og móður hans Kim Bordenave en 150 metra samkvæmt dómsúrskurði. Ástæðan er sú að hún gekk upp að Farrell á meðan hann var gestur í þætti Jay Leno. Konan hafði verið á meðal áhorfenda. Farrell fylgdi henni baksviðs og var henni síðan vísað í burtu af öryggisvörðum. Farrell taldi konuna ógn við sig og fjölskyldu sína og taldi réttast að fara fram á nálgunarbann.Catherine Zeta JonesKona sem hótaði að skera leikkonuna Catherina Zeta-Jones í litla bita var dæmd í þriggja ára fangelsi á síðasta ári. Hin 35 ára Dawnette King sat um leikkonuna og sagðist vera ástfangin af eiginmanni hennar, leikaranum Michael Douglas. „Ég mun aldrei geta gleymt hegðun þinni. Alla mína ævi þarf ég að horfa yfir öxlina á mér af ótta,“ sagði Zeta-Jones við réttarhöldin. „Þú verður aldrei fræg og aldrei alræmd. Þú ert bara glæpamaður.“Mel Gibson Maður sem hafði verið dæmdur fyrir að hafa setið um leikarann Mel Gibson var dæmur í þriggja ára fangelsi á síðasta ári eftir að hafa brotið nálgunarbann. Zack Sinclair braut bannið þegar hann gekk upp að Gibson í kirkju á Malibu og spurði hvort hann mætti biðja bænir með honum. Þrátt fyrir að Gibson hafi ekki litið á hann sem mikla ógn taldi hann manninn geta ógnað fjölskyldu hans. Sinclair hafði fyrst samband við Gibson eftir að hann gaf út myndina The Passion of the Christ. Sendi hann Gibson tólf bréf þar sem stóð að Guð vildi að þeir myndu fara saman með bænir.Janet Jackson Hinn 46 ára Robert Gardner má ekki koma nálægt söngkonunni Janet Jackson næstu árin. Mætti hann með hníf og skæri í upptökuver sjónvarpsstöðvar þar sem Janet var gestur í þættinum Saturday Night Live. Vakti það að sjálfsögðu óhug söngkonunnar. „Ég vil ekki að litið sé á mig sem „umsátursmann“. Ég er einn af aðdáendum hennar,“ sagði maðurinn við réttarhöldin. Janet sagði manninn hafa búið til sögu um meint samband þeirra og að hann hafi elt hana og reynt að hitta í níu ár.Pamela AndersonKynbomban Pamela Anderson fékk þriggja ára nálgunarbann á William Peter Stansfield eftir að hann fór að spjalla við sjö ára son hennar í skóla hans. Stansfield sagði í blaðaviðtali að ásakanir Anderson væru fáránlegar.Sandra BullockLeikkonan Sandra Bullock fór fram á það við stjórnvöld að hún yrði látinn vita þegar maður að nafni Thomas James Weldon yrði látinn laus af geðsjúkrahúsi í Tennessee. Samkvæmt dómsmáli frá 2003 má Weldon ekki koma nær henni en 100 metra. Að sögn leikkonunnar hafði maðurinn sent henni tölvupósta og símbréf og skildi eftir skilaboð hjá henni og fjölskyldu hennar þar sem hann gaf til kynna að hann vildi eiga í ástarsambandi við hana. Hilary DuffUnglingur var nýverið handtekinn í Los Angeles grunaður um að sitja um og hóta leikkonunni Hilary Duff. Höfðu Duff, sem er nítján ára, og kærasti hennar Joel Madden úr hljómsveitinni Good Charlotte óskað eftir nálgunarbanni gagnvart hinum átján ára Makism Myaskovsky. Játaði hann fyrir rétti þráhyggju sína og að hafa reynt allt til að ná athygli Duff. Hafði hann hótað að drepa sig og leit á Madden sem ógn sem þyrfti að ryðja úr vegi.EnyaSöngkonan Eyna hefur átt í vandamálum vegna frægðar sinnar og ríkidæmis. Einn maður braust inn í kastala söngkonunnar, batt þjónustustúlku hennar, og eyddi síðan tveimur klukkutímum í að reyna að finna Enya, sem náði að fela sig í öryggisherbergi. Þegar hún setti viðvörunarkerfið í gang slapp maðurinn með nokkra muni úr eigu hennar. Viku áður hafði maður brotist inn í hús Enya og var hann handtekinn skömmu síðar.Árið 1996 flutti 31 árs Ítali til Dublin til að búa nálægt söngkonunni. Stakk hann sig fyrir utan sveitakrá sem var í eigu foreldra hennar.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira