Erlent

Óttast um að maður hafi sýkst af fuglaflensu

MYND/AP

Óttast er að maður hafi sýkst af fuglaflensu í Ísrael en í morgun var staðfest að hið hættulega H5N1 afbrigði flensunnar hefði greinst þar í landi.

Talsmaður ísraelska landbúnaðarráðuneytisins staðfesti að flensan hefði greisnt í mörg þúsund kalkúnum og hænsnum á nokkrum búgörðum í Suður-Ísrael.

Starfsmaður á einum búgarðinum mun hafa verið lagður inn á spítala eftir að hafa kvartað yfir flensueinkennum. Tveir aðrir munu einnig vera á leið á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×