Erlent

300 Rúmenar handteknir á Spáni

Spænska lögreglan hefur handtekið tæplega 300 Rúmena í tengslum við röð innbrota, eiturlyfjasölu og vændi. Innanríkisráðherra landsins greindi frá þessu í dag.

Hann segir að áhlaup hafi verið gerð á húsnæði tengd afbrotamönnunum í 8 héruðum á Spáni. 14 menn eru einnig í haldi lögreglunnar í Rúmeníu. Rannsókn spænsku og rúmensku lögreglunnar hófst í september.

Glæpaklíkan á Spáni er talin tengjast öðrum rúmönskum glæpaklíkum annars staðar í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×