Erlent

Ekki þvo ykkur með kvikasilfri

Þessi sápa inniheldur ekki kvikasilfur, enda Íslendingar nógu hvítir á hörund fyrir...
Þessi sápa inniheldur ekki kvikasilfur, enda Íslendingar nógu hvítir á hörund fyrir...

Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur, vill koma af stað norrænu fræðsluátaki í Afríku um skaðsemi kvikasilfurs til að koma í veg fyrir að konur í Afríku þvoi húð sína með kvikasilfurssápu til að lýsa húðina.

Hún leggur til að umhverfisráðherrar Norðurlanda vinni saman að því að vekja athygli á vandanum og vakti athygli á vandanum á sameiginlegum fundi norrænu umhverfisráðherrana í gær. Þar voru ræddar aðgerðir til að minnka losun þungmálma en kvikasilfursmengun er einn stærsti umhverfisvandi í heiminum.

Samkomulag varð um tillögu Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra Íslands um að vinna tillögur úr tveimur skýrslum um kvikasilfurmengun sem gefnar voru út 2002 og 2005. Tillagan fékk góðan hljómgrunn og það verður verkefni efnavöruhóps Norrænu ráðherranefndarinnar að koma með tillögu fyrir fund umhverfisráðherranna sem haldinn verður í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×