Innlent

Rúnar Helgi fékk þýðingarverðlaunin

Rúnar Helgi Vignisson hlaut í dag Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Barndómur eftir J.M. Coetzee. Rúnar Helgi tók við sigurlaununum úr hendi herra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á Gljúfrasteini nú síðdegis.

Það er Bandalag þýðenda og túlka sem veitir verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir að Rúnar Helgi hafi á undanförnum árum auðgað íslenskar bókmenntir með metnaðarfullum þýðingum á skáldsögum nokkurra af helstu höfundum samtímans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×