Erlent

118 ferðamenn handteknir í Brasilíu

Hundrað og átján ferðamenn voru handteknir á næturklúbbi í strandbænum Natal í Norður-Brasilíu nýverið. Ferðamennirnir eru flestir frá Portúgal, Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Noregi. Norski fréttavefurinn Aftenposten greinir svo frá en nokkrir Norðmenn voru handteknir. Handtökurnar voru hluti af aðgerðum brasilísku lögreglunnar gegn vændissölu til ferðamanna en aðgerðunum er ætlað að hræða ferðamenn sem koma gagngert til Brasilíu til að stunda þess háttar viðskipti. Vændi er löglegt í Brasilíu en ferðamennirnir voru margir hverjir handteknir og sektaðir um sem nemur fimm þúsund krónum fyrir að hafa ekki vegabréf sín eða alþjóðleg skilríki en það varðar við lög í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×