Erlent

Taka þátt í kosningum ef Thaksin Shinawatra hættir í stjórnmálum

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands.
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands. MYND/AP

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna í Taílandi hafa lýst því yfir að þeir taki þátt í þingkosningum ef boðað verður aftur til þeirra í landinu, þetta er þó gegn því að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, landsins hætti afskiptum af stjórnmálum.

Stjórnarandstöðuflokkarnir sniðgengu allir þingkosningar sem fram fóru í landinu um helgina og buðu ekki fram í kosningunum. Þeir hvöttu stuðningsmenn sína til að skila auðu til að ítreka andstöðu sína við flokk forsætisráðherrans. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, hefur verið sakaður um spillingu. Hann hefur sagt að hann sé tilbúinn að hætta afskiptum af stjórnmálum ef látið verði af mótmælunum og stjórnarandstöðuflokkarnir bjóði fram í kosningum sem boðað verði til innan fimmtán mánaða. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa óskað eftir því að hann leggji formlega fram boð sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×