Lífið

Skeggbylgja meðal íslenskra karlmanna

Logi Bergmann 
Reið á vaðið hjá fjölmiðlamönnum og lét skeggið vaxa.
Logi Bergmann Reið á vaðið hjá fjölmiðlamönnum og lét skeggið vaxa.

Sífellt fleiri íslenskir karlmenn bera nú skegg. Þetta er sérstaklega algengt meðal þekktra Íslendinga en almennt má segja að komið sé í tísku að vera með skegg. Logi Bergmann Eiðsson var meðal þeirra fyrstu til að ríða á vaðið og í kjölfarið birtist Haukur Holm með myndarlegt skegg. Fleiri virðast vera farnir að bætast í hópinn.

Hárgreiðslumaðurinn Gummi á Mojo segist verða meira var um það að karlmenn safni skeggi. „Það er einhver Baltasars-fílingur í gangi," segir Gummi og vísar þar til leikstjóra Mýrarinnar sem ósjaldan skartar myndarlegu alskeggi. „Þetta er nú líka veðurtengt enda eru menn síður með skegg þegar sól er hátt á lofti," bætir hann við.

 

Baltasar Kormákur Skeggið hans er orðið að tískutákni hjá íslenskum karlmönnum.

Misjafnt er hvort menn safni skeggi starfs síns vegna, eins og fjölmargir leikarar, eða einfaldlega til að hressa upp á lúkkið. Meðal annarra kunnra skeggapa má nefna Daníel Ágúst Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson.

Gummi á mojo Segir skeggið geta verið merki um karlmennsku og vald.

Guðmundur segir jafnframt að skeggið geti verið karlmennskudæmi en ekki sé mikið um sítt skegg. „Sumir hafa kannski verið önnum kafnir, ekki nennt að raka sig og svo líkað vel við það sem þeir sáu í speglinum. „Ég veit það líka af eigin reynslu að þegar maður tekur sköfuna fram og lætur skeggið fjúka lítur þú út eins og tólf ára drengur," segir Gummi og því gæti hér verið um ráð til að sýnast ábyrgðarfyllri. „Ég veit um lækni sem safnaði alltaf skeggi áður en hann fór á fundi hjá stjórnendum spítala til að sýnast grimmari," bætir Gummi við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.