300 milljón króna niðurskurður til verknáms 3. nóvember 2006 17:50 Þingmenn stjórnarandstöðunnar saka stjórnarmeirihlutann um að svelta iðnnám í landinu með 300 milljón króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs. Stjórnarþingmenn segja unnið að leiðréttingu málsins í sátt og segja stjórnarandstöðuna með upphlaup að óþörfu. Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna vakti athygli á bréfi til þingmanna í Norðvesturkjördæmi frá kennurum í verknámsdeildum framhaldsskólanna í kjördæminu. Þar er athygli þingmanna vakin á því að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sé framlag til verkmenntunar skorið niður um 300 milljónir króna og afleiðingum þess. Jón skoraði á meirihlutann á Alþingi að leiðrétta þetta mál, svo ekki þyrfti að koma til stórfells niðurskurðar í verknámi og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Málið var til umræðu á sameiginlegum fundi fjárlaga- og menntamálanefndar á Alþingi í morgun og taldi Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að stjórnarandstöðuþingmenn væru að fleyta pólitískar kellingar með málflutningi sínum. Hann sagði að Jóni Bjarnasyni væri full kunnugt að málið væri til afgreiðslu í fjárlaganefnd og þar væri full samstaða um að ná fram breytingum skólunum til framdráttar. Hann lýsti því furðu sinni á því sem hann kallaði uppákomu stjórnarandstöðunnar. Þingmenn stjórnarandstöðu töldu fulla ástæðu til að ræða málið enda væri gert ráð fyrir niðurskurðinum í fjárlögum.Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri gærnna, sagði furðulegt ef ekki mætti ræða slík mál á Alþingi. Hann sagði metnaðarleysi stjórnarliða dæmalaust. Það væri verið að svelta verknámið í landinu á sama tíma og menn hefðu uppi fögur orð um að efla verknámsstigið í framhaldsskólunum. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Hvalfjarðargöngum lokað Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar saka stjórnarmeirihlutann um að svelta iðnnám í landinu með 300 milljón króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs. Stjórnarþingmenn segja unnið að leiðréttingu málsins í sátt og segja stjórnarandstöðuna með upphlaup að óþörfu. Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna vakti athygli á bréfi til þingmanna í Norðvesturkjördæmi frá kennurum í verknámsdeildum framhaldsskólanna í kjördæminu. Þar er athygli þingmanna vakin á því að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sé framlag til verkmenntunar skorið niður um 300 milljónir króna og afleiðingum þess. Jón skoraði á meirihlutann á Alþingi að leiðrétta þetta mál, svo ekki þyrfti að koma til stórfells niðurskurðar í verknámi og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Málið var til umræðu á sameiginlegum fundi fjárlaga- og menntamálanefndar á Alþingi í morgun og taldi Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að stjórnarandstöðuþingmenn væru að fleyta pólitískar kellingar með málflutningi sínum. Hann sagði að Jóni Bjarnasyni væri full kunnugt að málið væri til afgreiðslu í fjárlaganefnd og þar væri full samstaða um að ná fram breytingum skólunum til framdráttar. Hann lýsti því furðu sinni á því sem hann kallaði uppákomu stjórnarandstöðunnar. Þingmenn stjórnarandstöðu töldu fulla ástæðu til að ræða málið enda væri gert ráð fyrir niðurskurðinum í fjárlögum.Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri gærnna, sagði furðulegt ef ekki mætti ræða slík mál á Alþingi. Hann sagði metnaðarleysi stjórnarliða dæmalaust. Það væri verið að svelta verknámið í landinu á sama tíma og menn hefðu uppi fögur orð um að efla verknámsstigið í framhaldsskólunum.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Hvalfjarðargöngum lokað Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira