Innlent

Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt

Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag.

Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×