Innlent

Einn enn á gjörgæslu vegna klórgasmengunar

Einn er enn á gjörgæslu eftir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega.

Sextán af þeim átján sem voru á sjúkrahúsum yfir nótt hafa verið útskrifaðir. Þeir sem fluttir voru á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eru þar enn. Annar þeirra var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag og er nú á legudeild en hinn er enn á gjörgæslu og verður líklega til morguns þegar líðan hans verður endurmetin. Í tilkynningu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar sendi frá sér í dag kemur fram þakklæti til þeirra sem komu til aðsoðar í gær. Jafnframt segir að réttarstaða bæjarins í þessu máli verði könnuð ítarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×