Innlent

Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt

Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×