Innlent

300.000 króna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann um fertugt í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot, þjófnað og rof á skilorði. Maðurinn var í nóvember árið 2004 dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað og var dómurinn skilorðsbundinn í þrjú ár. Brotin fólust í margendurteknum umferðarlagabrotum þar sem hann keyrði undir áhrifum slævandi lyfja þannig að hann var ófær um að stjórna bifreiðinni. Þrjú þessara atvika áttu sér stað á sex dögum í september á síðasta ári.

Auk þessa var maðurinn dæmdur fyrir þjófnað á 30.000 krónum úr fataskáp á lager vinnustaðar síns og að hafa stolið myndavél úr bíl. Hann játaði brot sín og var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300.000 króna sektar, auk greiðslu sakarkostnaðar, sem nam hátt í einni og hálfri milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×