Innlent

Sjö mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri tveggja stúlkna, um 6 ára og 8 ára, innan klæða þeirra. Brotin áttu sér stað á heimilum telpnanna og í bíl mannsins. Maðurinn játaði brot sín. Sálfræðingur sem haft hefur stúlkurnar í meðferð bar fyrir dómi að sú yngri væri að mestu búin að jafna sig eftir brotin en sú eldri þyrfti frekari meðferðar við. Stúlkunum voru dæmdar bætur, þeirri eldri 250 þúsund krónur og þeirri yngri 150 þúsund auk þess sem ákærða var gert að greiða sakarkostnað, um hálfa milljón. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×