Innlent

Afhentu staðgenglum ráðherra áskorun

Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra afhentu í morgun staðgenglum fjármála- og félagsmálaráðherra áskorun um að tryggja nægilegt fjármagn svo hægt sé að ganga til samninga við gerð stofnanasamninga milli BHM og svæðiskrifstofanna. Starfsmennirnir segjast íhuga uppsagnir þar sem ekkert hafi þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið sem staðið hafa frá því í febrúar. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni sem eru með um 25 þúsund krónum hærri mánaðarlaun. Staðgenglar ráðherranna sögðust munu koma áskoruninni áleiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×