Innlent

Mengunarslys á Eskifirði í rannsókn

Vinnueftirlitið, lögregla og fleiri vinna enn að rannsókn mengunarslyssins á Eskifriði í gær þegar eitrað gas náði til sundlaugargesta og um 30 veiktust.

Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er líðan þeirra fjögurra, sem fluttir voru flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og þeirra tveggja sem fluttir voru til Akureyrar eftir atvikum.

Um 10 manns dvöldu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nótt, þar sem fylgst var með líðan þeirra til öryggis. Laugin og búningsklefar verða hreinsuð rækilega og skolað úr öllum klórlögnum þannig að laugin verður lokuð í dag að minnsta kosti.

Það er samdóma álit þeirra sem gegndu lykilstöðum í aðgerðunum í gær að þær hafi gengið eins og best væri á kosið og einnig þykir það mikið lán hversu sundlaugargestir voru fljótir að átta sig á hættunni og forða sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×