Innlent

Uppsveiflu lokið segir KB banki

MYND/Stefán Karlsson
Uppsveiflunni, sem hófst í ársbyrjun árið 2003 er nú lokið, að mati KB banka, sem styðst þar við væntingavísitölu Gallups, sem mælist nú rétt rúmlega hundrað stig, þriðja mánuðinn í röð. Þegar hún mælist hundrað, eru jafn margir neytendur jákvæðir og neikvæðir á aðstæður í efnahags- og atvinnumálum. Í fyrravetur mældist væntingavísiltalan 130 stig, en er nú fallin niður í hundrað, eða það sama og hún var við upphaf uppsveiflunnar árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×