Innlent

Í samstarf við evrópska skóla

Frá undirritun Björn Bjarnason staðfestir samkomulagið.
Frá undirritun Björn Bjarnason staðfestir samkomulagið.

Í gær var undirritað aðildarsamkomulag Íslands og Noregs að Evrópska lögregluskólasamstarfinu í Þjóðmenningarhúsinu. Með samkomulaginu er opnað fyrir nánara samstarf á milli Lögregluskóla ríkisins og evrópskra lögregluskóla um upplýsingaskipti og þjálfun.

Viðfangsefni Evrópska lögregluskólasamstarfsins tengjast meðal annars ólöglegum innflytjendum og baráttunni gegn afbrotum.

Þetta er í fyrsta skipti sem lögregluskólum utan Evrópusambandslanda er veitt aðild að þessu samstarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×